Hægt er að sækja á Höfuðborgarsvæðinu, Dalvík, Ólafsfjörður, Siglufjörður, Sauðárkrókur, Blönduós, Húsavík, Egilsstaðir og á Akureyri í vöruhúsinu okkar. Fleiri staðir væntanlegir!

Um okkur

Við heitum Bessi Ragúels Víðisson og Borja López Laguna. Við kynntumst árið 2019 þegar að Bor kom frá Madríd á Spáni til þess að spila fótbolta með Dalvík/Reyni. Við urðum strax miklir vinir og kenndum hvor öðrum móðurmálin okkar. Við stofnuðum Fincafresh því við viljum bjóða fólki upp á árstíðabundna lífræna ávexti allt árið um kring. Okkar sérstaða er sú að við verslum ekki við heildsala og við erum einungis með ávexti sem eru í árstíð hverju sinni. Við vinnum með bændum á Spáni sem eru með minni og lífræna framleiðslu, það tryggir að þú færð einungis það sem er nýbúið að detta af trénu.

Starfsmenn

Bessi Ragúels Víðisson

Framkvæmdarstóri

Borja López

rekstrarstjóri

Kári Ragúels Víðisson

Sölu - og markaðstjóri

.

Fermín López

Innkaupastjóri

Garðar Már Garðarsson

Gæðastjóri

Paquito Bayona

tækniráðgjafi

Alberto Aragoneses

HÖNNUNAR og RÁÐGJAFI

.

Þetta skiptir okkur mestu máli

Sjálfbærni

Baráttan við loftslagsbreytingar standa okkur nærri. Við erum alltaf að bæta okkar viðskiptamódel til að gera það eins grænt og hægt er.

Umhverfið

Okkar vörur innihalda EKKI: Efna skordýraeitur, efna áburð, sýklalyf, vax eða genabreytingar. Þetta tryggir að vörurnar okkar eru ræktaðar í sátt við náttúru og menn. Vörurnar okkar eru með lífrænan stimpil frá ESB.

Heilsa

Ávextir eru náttúruleg uppspretta af næringarefnum sem líkaminn þarf til að stuðla að heilbrigði líkamstarfsemi.

Hvar erum við?

Fylltu út eyðublaðið

Ef þú hefur einhverjar spurningar ekki hika við að senda okkur línu hér fyrir neðan.

Þakka þér fyrir

Svar þitt er móttekið. Við höfum samband við þig fljótlega.