
Fincafresh býður upp á mörg afbrigði af mandarínum. Afbrigðin eru árstíðabundin. Mandarínur eru frábær uppspretta fyrir C vítamín.
Fincafresh býður upp nokkrar tegundir af banönum. 99% af banönum í hinum vestræna heimi er Cavendis afbrigðið, en til eru meira en þúsund önnur. Þeir eru líka fullir af A, B og E vítamínum. Bananar innihalda einnig fosfór, járn, kalk og sink.
Bragðið af Kaki minnir helst á apríkósur, epli og hunang. Það eru til mörg afbrigði af Kaki, en það fer eftir afbrigðinu hvort má borða þá harða eins og epli eða hvort þeir þurfa að þroskast og verða mjúkir. Bóndinn okkar vill helst hafa þá eins og gúmmíbangsa en Kakí linast eftir því sem þeir þroskast meira og verða hlaupkenndir í miðjunni.
Fincafresh sérhæfir sig í góðum mangóum. Það eru til yfir þúsund afbrigði og hefur Fincafresh flutt inn yfir 12. Mangóin okkar hafa nú þegar skapað sér gott orðspor hér á landi enda eru þau glæný og safarík og fá að þroskast á trénu mun lengur en hefðbundin mangó sem fást hér á landi.
Við bjóðum upp á nokkur afbrigði af appelsínum. Appelsínur eru yfirleitt átu eða safa appelsínur. En einnig eru til blönduð afbrigði.
Appelsínur eru fullar af A,B og C vítamínum. Þær eru trefjaríkar og hafa bólgueyðandi eiginleika sem sagt er að sporni við ótímabærri öldrun.
Fincafresh býður upp á þrjár tegundir af avókado.
Avocado-Beikon er rjómakennt með milt og ferskt bragð og stundum hálf sætt.
Avókado-Hass er með smjörkennt og stundum hnetukennt bragð, en það fer eftir þroskastigi.
Avókado-Fuerte er með rjómakennda áferð. Einnig er að finna nótur af heslihnetum, sítrónu og ferskt eftirbragð.
Papaya er stundum lýst sem, mild blanda af melónu og mangó. Ávöxturinn er með milt, smjörkennt en ferskt bragð. Það er algjört lykilatriði að papaya sé fullþroskað þegar það er borðað þar sem annars er lítið bragð af því.
Chirimoyas eru grænir hjartalaga suðrænir ávextir. Að innan er ávöxturinn hvítur og safaríkur með mjúkri áferð, hann inniheldur stór svört fræ sem ekki eru borðuð. Chirimoya er rjómakenndur og hefur sætt, kraftmikið og súrt bragð sem flestir líkja blöndu af banönum, ferskjum, ananas, og jarðarberjum. Ávöxturinn er bestur þegar hann er orðinn mjúkur og farinn að gefa vel eftir. Okkur finnst Chirimoya vera fullkomin þegar sumir snertifletir ávaxtarins eru farnir að dökkna.
Fincafresh bíður upp á allskonar afbrigði af vínberjum. Við erum með súr og sæt afbrigði sem eru frábært snakk til að hafa á stofuborðinu, bæta við í salatið eða í eftirréttinn. Vínber eru stútfull af C og K vítamínum og innihalda helling af andoxunarefnum.
Plómur eru taldar vera fyrsti ávöxturinn sem var ræktaður af mönnum. Það eru til mörg afbrigði í öllum stærðum og gerðum, geta verið sætar og súrar og eru ferskar með einkennandi súrt flus. Plómur eru safaríkar og fullar af C vítamínum.
Fincafresh er með margar tegundir af granateplum og eru þau einn af okkar uppáhalds ávöxtum. Við tökum fræin úr og bætum þeim í salatið, eða einfaldlega borðum þau eintóm með skeið.
Granatepli eru einn heilsusamlegasti ávöxtur sem til er. Granatepli eru sögð vera frábær fyrir húðina, eru bólgueyðandi, blóðþynnandi, blóðþrýstings lækkandi og frábær fyrir meltingarveginn og bólgusjúkdóma í meltingarvegi.
Ef þú hefur einhverjar spurningar ekki hika við að senda okkur línu hér fyrir neðan.