SPURT OG SVARAÐ
Ég er áskrifandi. Hvenær fær ég næst kassa?
Sem Fincafresh áskrifandi getur þú valið að fá kassa á eins, tveggja eða fjögura vikna fresti. (1x,2x eða 4x)
Allir áskrifendur í sömu tíðni fá á sama tíma. Það er gert til að við vitum hvað við eigum að panta mikið og þess háttar. Á forsíðunni kemur fram hvenær næsti kassi er afhentur og fyrir hvaða áskrifendur hann er.
Svona er rúlla vikurnar 🙂
1x = Áskrifendur í hverri viku
1x og 2x = Áskrifendur í hverri viku & tveggja vikna fresti
1x = Áskrifendur í hverri viku
1x,2x og 4x = Allir áskrifendur
Af hverju Fincafresh?
Sérstaða Fincafresh felst í því að við verslum eingöngu við smábændur og þá aðallega einn sem við þekkjum persónulega. Í nánu samstarfi við hann veljum við ferskustu og bestu vörurnar sem hver árstíð hefur upp á að bjóða.
Ferskvaran er tínd daginn áður en hún fer í sendingu eða jafnvel samdægurs, eftir því sem kostur er. Hún er síðan send beint til Íslands og berst viðskiptavinum okkar venjulega innan við 10 dögum frá því hún var tínd.
Til samanburðar getur ferskvara í hefðbundnum lágvöruverslunum verið allt að átta vikna gömul þegar hún kemst í hendur neytenda.
Við bjóðum eingöngu upp á það sem er í árstíð hverju sinni. Ef mangó eru ekki í árstíð, þá eru þau einfaldlega ekki í boði. Með þessu tryggjum við ekki aðeins hágæða og ferska vöru, heldur stuðlum við líka að heilbrigðara og náttúrulegra neyslumynstri, í takt við það sem tíðkast víða í Evrópu
Er allt í kassanum lífrænt?
Okkur hefur verið tilkynnt að við megum ekki auglýsa ávextina okkar sem „lífræna“ án íslenskrar vottunar. Út af einhverjum ástæðum virðist sú vottun sem bóndinn úti hefur eytt árum í að fá og borgað fyrir, einfaldlega hverfa í bátnum á leiðinni til Íslands.
Við höfum legið yfir þessu og skoðað möguleikan á því að „standast“ þessar kröfur. En það er okkur orðið ljóst að það er ekki nokkur möguleiki fyrir okkur.
Héðan í frá auglýsum við: gæða, vistvæna eða Náttúrulegt
Héðan í frá veljum við ávexti eftir okkar eigin gæðakröfum. Það gerum við í samstarfi með smábændum sem við þekkjum og treystum.
FincaFresh stendur fyrir ferskleika, gæði og traust
Sendið þið út um allt land?
Við sendum ekki til Vestfjarða. Því kassinn þyrfti að fara fyrst til Reykjavíkur og svo vestur.
Höfuðborgarsvæðið – Sjálfsafgreiðslustöðvar Pikkoló. www.pikkolo.is
Akureyri – Akureyringar sækja í vöruhúsið okkar.
Landsbyggðin – Samskip við sendum á allar helstu stöðvar Samskipa
Hvar er vöruhúsið á Akureyri?
Við erum staðset Í Njarðarnesi 12, 603 Akureyri. Smelltu á linkin til að sjá okkur á korti. Gengið inn að sunnanverðu
Er Fincafresh útlenskt fyrirtæki?
Fincafresh er all íslenskt fyrirtæki
Get ég skilað kössonum?
Á Akureyri getur þú skilað kössum. Hins vegar erum við í vandræðum að fá kassana til baka frá höfuðborgarsvæðinu og Samskip.
Við erum að hrinda af stað ferli þar sem hægt er að skila kössunum fyrir sunnan þegar þeir eru sóttir. Vonandi verður það hægt snemma á næsta ári.