Taktu þátt í ævintýrinu hér --->

SPURT OG SVARAÐ

Af hverju Fincafresh?

 Sérstaða Fincafresh er sú að við verslum einungis við sama bóndann sem við þekkjum persónulega. Í samvinnu við okkar mann veljum við það ferskasta og besta sem er í boði er í hverri árstíð. Varan er síðan tínd og send beint til Íslands og er henni komið í hendur viðskiptavina eins fljótt og hægt er (u.þ.b 10 daga gömul)

Til samanburðar getur þú verslan ferskvöru sem er orðin allt að 8 vikna gömul í lágvöruverslunum. 

Fincafresh er EINUNGIS með það sem er í árstíð. Það þýðir það að ef mangó eru ekki „inn-season“ þá einfaldlega bjóðum við ekki upp á það. Svona getum við tryggt gæði og ferskleika vörunar og búið til heilbrigðara neyslumynstur sem tíðkast annars staðar í Evrópu

Er allt í kassanum lífrænt?

Fincafresh er í samstarfi við bændur með minni frammleiðslu þá aðalega einn sem við þekkjum persónulega. Frá honum fáum við 95% af öllu sem við bjóðum upp á. Ávextirnir eru yfirleitt alltaf allir lífrænir. Það kemur fyrir að bóndin bjóði upp á vörur sem eru „Local“ eða Reco „Reconversion“.

Local – þýðir að varan er ekki með vottun en er ræktuð af honum og hann veit nákvæmlega hvernig hún er ræktuð.

Reco –  þýðir að varan er á þriðjá ári í að fá vottun (tekur 4 ár).

Það sem hefur ekki verið lífrænt hefur einungis verið á boðstólnum í vöruhúsinu en við munum láta vita ef það kemur í kassann. 

Fincafresh reynir að hafa allt með vottun en sannleikurinn er sá að smærri bændur hafa stundum ekki tök á því að votta sumar vörur. Pláss og peningaleysi er stór þáttur þar sem og ó hentugleiki á landi. Við teljum að það sé þess virði að koma stundum með vörur sem eru ekki með vottun vegna gæða og látum við alltaf vita ef varan sé ekki með vottun. 

Sendið þið út um allt land?

Við sendum ekki til vestfjarða. Því kassin þyrfti að fara fyrst til Reykjavíkur og svo vestur.

Höfuðborgarsvæðið – Sjálfsafgreiðslustöðvar Pikkoló.  www.pikkolo.is

Akureyri – Akureyringar sækja í vöruhúsið okkar.

Landsbyggðin – Samskip við sendum á allar helstu stöðvar Samskipa

Hvar er vöruhúsið á Akureyri?

Við erum staðset rétt norðan við Akureyri. 

Fincafresh – Google kort

Er Fincafresh útlenskt fyrirtæki?

Fincafresh er all Íslenskt fyrirtæki

Get ég skilað kössonum?

Á Akureyri getur þú skilað kössum. Hins vegar erum við í vandræðum að fá kassana til baka frá höfuðborgarsvæðinu og Samskip.

Við erum að reyna finna leyðir til að laga þetta vandamál. Ein hugmyndin er  að vera með viðar kassa sem auðveldara er að skila.