Taktu þátt í ævintýrinu hér --->

Um okkur

Við heitum Bessi Ragúels Víðisson og Borja López Laguna.

Okkar vinátta hófst árið 2019, þegar Borja flutti frá Madríd, Spáni, til að spila fótbolta með Dalvík/Reyni hér á Íslandi. Við tengdum strax og byrjuðum að kenna hvor öðrum móðurmálin okkar, sem styrkti vináttu okkar enn frekar.

Markmiðið okkar er að veita aðgang að árstíðabundnum, lífrænum ávöxtum allt árið um kring. Við leggjum áherslu á beinar viðskiptaleiðir, þar sem við kaupum beint frá bændum, sem rækta ávexti í takt við náttúruna, án milligöngu heildsala. 

Fincafresh er í samstarfi  við lífræna smábændur á Spáni sem við þekkjum persónulega. Áður að við stofnuðum Fincafresh, fórum við í margar ferðir til Andalúsíu og þræddum sveitirnar til að finna hin fullkomna birgja. 

Fincafresh byrjaði árið 2022, sem samfélagsverkefni á Dalvík. Við vildum bjóða dalvíkingum upp á hágæða lífræna vöru á góðu verði. Planið var að flytja inn bretti af ferskvöru á tveggja vikna fresti. Þeir sem vildu taka þátt myndu svo deila kostnaðinum jafnt á milli sín. Það kom fljót í ljós að þetta myndi vera of kostnaðarsamt. Við fengum mikið af fyrirspurnum frá öðrum bæjarfélögum til að taka þátt. Nokkrum árum seinna, erum við að bjóða fólki út um allt land (nema á vestfjörðum) upp á hágæða lífræna vöru.

 

Starfsmenn

IMG_1932

Bessi Ragúels Víðisson

FRAMKVÆMDARSTÓRI

finca-bor

Borja López

REKSTRARSTJÓRI

alberto

Alberto Aragoneses

HÖNNUNAR OG RÁÐGJAFI

kari

Kári Ragúels Víðisson

SÖLU - OG MARKAÐSTJÓRI

fermin

Fermín López

INNKAUPASTJÓRI

IMG_8715

Þóra Gunnsteindóttir

GÆÐASTJÓRI

Þetta skiptir okkur mestu máli

Sjálfbærni

Baráttan gegn loftslagsbreytingum er okkur mjög hugleikin. Við leggjum mikla áherslu á að endurbæta viðskiptamódel okkar til að tryggja að það sé eins umhverfisvænt og mögulegt er.

Umhverfið

Fincafresh var stofnað  með það að markmiði að veita neytendum aðgang að árstíðabundnum, lífrænum ávöxtum árið um kring. Það sem gerir okkur einstaka er að við verslum allt beint af bændum.

Heilsa

Ávextir eru mikilvæg og náttúruleg uppspretta næringarefna, sem eru nauðsynleg fyrir líkamann til að viðhalda og efla heilbrigða starfsemi.

Móttaka á pöntun þinni

Þú getur sótt pöntunina þína á eftirfarandi stöðum sem sýndir eru á kortinu.

Einnig er hægt að sækja hann á vöruhúsið okkar á Akureyri.

Hefur þú spurningar?