Ferskir ávextir
Mango Osteen
Mango
Fincafresh sérhæfir sig í góðum mangóum. Það eru til yfir þúsund afbrigði og hefur Fincafresh flutt inn yfir 12. Mangóin okkar hafa nú þegar skapað sér gott orðspor hér á landi enda eru þau glæný og safarík og fá að þroskast á trénu mun lengur en hefðbundin mangó sem fást hér á landi.
Þessi ávöxtur kemur með næstu sendingu
Mango Sensasion
Plóma
Ciruela
Árstíð : Sumar
Plómur eru með hóvært næringargildi en eru með C-og A-vítamín. Ásamt trefjum, pótasíum og magnesíum. Plómur innihalda 30 kal/100gr
Saga: Plómur eru einn fyrsti ávöxtur sem maðurinn byrjaði að rækta. Þær eiga rætur sína að rekja til austur Evrópu og til Kína.
Granatepli
Granada
Fincafresh er með margar tegundir af granateplum og eru þau einn af okkar uppáhalds ávöxtum. Við tökum fræin úr og bætum þeim í salatið, eða einfaldlega borðum þau eintóm með skeið.
Granatepli eru einn heilsusamlegasti ávöxtur sem til er. Granatepli eru sögð vera frábær fyrir húðina, eru bólgueyðandi, blóðþynnandi, blóðþrýstings lækkandi og frábær fyrir meltingarveginn og bólgusjúkdóma í meltingarvegi.
Þessi ávöxtur kemur með næstu sendingu
Lime
Mandarína
Mandarina
Fincafresh býður upp á mörg afbrigði af mandarínum. Afbrigðin eru árstíðabundin. Mandarínur eru frábær uppspretta fyrir C vítamín.
Þessi ávöxtur kemur með næstu sendingu
Nektarína
Nectarina
Árstíð: Sumar
Nektarínur innihalda mun meira af C-vítamíni en ferksjur sem og járn, pótasíum, magnesíum og Kalsíum. 100gr af Nektarínu inniheldur 44 Kal.
Saga: Nektarínur eins og margir aðrir ávextir eigar rætur að rekja til Kína fyir 2000 árum síðan. Það er margt óljóst með sögu nektarínunar í hinum vestræna heimi en fyrsta ritaða heimild á ensku var 1616. Vísbendingar eru um að nektarínur hafi verið ræktaðar í Bandaríkjunum fyrir frelsistríðið 1775.
Mango Lipens
Mango Irwin
Kleinuhringja Ferskja
Paraguaya
Árstíð: Sumar
Kleinuhringja ferskjur innihalda Kalsíum, Pótasíum og járn ásamt C- og A- vítamínum.
Saga: Þrátt fyrir að vera kölluð „Paraguya“ á Spænsku kom hún ekki til Paraguay fyrr en á 15. öld en er að öllum líkindum frá Kína. Í hini frægu kínversku bók „Jurney to the west“ biður keisarinn aðalpersónuna (Wukong) um að passa upp kleinuhringja ferskju garðinn. Þar borðar Wukong sjalgæfustu ávextina í garðinum sem veitir honum ódauðleika.
Ferskja
Melocotón
Árstíð: Sumar
Ferskjur innihalda 39 Kal per 100gr. Meðal ferskja inniheldur E,C og K vítamín. Járn, magnesíum, zink og kopar ásamt öðrum næringarefnum. Ferskjur eru hinsvegar ekki stútfullar af þessum efnum og eru frekar næringar littlar samanborið við marga aðra ávexti. EN! þær innihalda nó af trefjum og eru hrikalega góðar.
Saga: Ferskjur eiga rætur sínar að rekja til austur Kína. Þaðan fór hún til Persíu (Íran í dag) og síðan til miðjarðarhafsins.
Appelsína
Naranja
Árstíð: Vetur – fer líka inn í haust og vor árstíðina
Fincafresh hefur flutt inn ótal afbrigði af appelsínum. Helst er að nefna Naranja Navelina Mesa, Valencia, og Mesa Lanelate.
Appelsínur eru fullar af A,B og C vítamínum. Þær eru trefjaríkar og hafa bólgueyðandi eiginleika sem sagt er að sporni við ótímabærri öldrun. 40 kal/100gr
Saga: Saga Appelsínunar er gríðarlega áhugaverð. Fyrsta ritaða heimild um Appelsínur eru úr Kínverkum ritum 314 BC. Fyrstu appelsínur sem komu til evrópu um árið 800 og voru beiskar og voru notaðar í marmelaði og sápur ofl. Í goðsögnum er talað um að Herkúles hafi stofnað borgina Seville á Spáni. í þjóðsögum er talað um að hann hafi farið til Afríku í leit að „Gull epli ódauðleikans“ sem talið er að hafi verið Appelsína.
Abríkósa
Albaricoque
Chirimoya
Sítróna
Limón
Ástaraldin
Maracuyá
Avókado
Aguacate
Fincafresh býður upp á þrjár tegundir af avókado.
Avocado-Beikon er rjómakennt með milt og ferskt bragð og stundum hálf sætt.
Avókado-Hass er með smjörkennt og stundum hnetukennt bragð, en það fer eftir þroskastigi.
Avókado-Fuerte er með rjómakennda áferð. Einnig er að finna nótur af heslihnetum, sítrónu og ferskt eftirbragð.
Þessi ávöxtur kemur með næstu sendingu
Kumquat
Naranja china
Níspero
Níspero
Kaki
Caqui
Bragðið af Kaki minnir helst á apríkósur, epli og hunang. Það eru til mörg afbrigði af Kaki, en það fer eftir afbrigðinu hvort má borða þá harða eins og epli eða hvort þeir þurfa að þroskast og verða mjúkir. Bóndinn okkar vill helst hafa þá eins og gúmmíbangsa en Kakí linast eftir því sem þeir þroskast meira og verða hlaupkenndir í miðjunni.
Þessi ávöxtur kemur með næstu sendingu
Papaya
Papaya
Papaya er stundum lýst sem, mild blanda af melónu og mangó. Ávöxturinn er með milt, smjörkennt en ferskt bragð. Það er algjört lykilatriði að papaya sé fullþroskað þegar það er borðað þar sem annars er lítið bragð af því.