Skilmalar
Fincafresh (4211210790) og kaupandi gera með sér svohljóðandi samning.(Þetta ákvæði á einungis við þá sem skrá sig í áskrift. Ekki þá sem panta stakan kassa)
Tilgangur samkomulagsins er að Fincafresh selji kaupanda áskrift af ávöxtum og eða ávöxtum og grænmeti eftir þeirri tíðni sem kaupandi valdi við pöntun.
Samningur þessi tekur gildi við stofnun notanda
Samningur þessi er uppsegjanlegur með 1 sendingar fyrirvara.
Kaupandi skal greiða mánaðargjald fram að þeim tíma þegar samningur fellur úr gildi.
Vilji kaupandi segja upp samningnum ber honum að gera það með því að hafa samband með tölvupósti eða síma (Þú getur haft samband í síma: 6121126 á milli 9-17 á virkum dögum eða sent okkur línu á [email protected] )
Ósóttir kassar
Fincafresh áskilur sér rétt að gefa eða endurselja kassa ef þeir séu ekki sóttir á auglýstum afhendingartímum.
Afhending
Sendingar fara út í hverri viku. Viðskiptavinir geta valið um hvort það vill ná í kassann sinn í vöruhús fincafresh eða fengið hann sendan með drop off þjósustu okkar ef hún er í boði í viðkomandi bæjarfélagi.
Vöruskil og endurgreiðslur
Ekki er hægt að endursenda og fá endurgreitt.
Trúnaður
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar frá kaupanda verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.
Sendingar úr kerfi verslunar kunna að nota persónuupplýsingar, s.s. búsetu, aldur eða viðskiptasögu, til að útbúa viðeigandi skilaboð til meðlima síðunnar. Þessar upplýsingar eru aldrei afhentar þriðja aðila. Meðlimir vefverslunnarinnar geta ætíð afskráð sig og þannig neitað fyrirtækinu notkun á slíkum upplýsingum.
Varnarþing
Ákvæði og skilmála þessa ber að túlka í samræmi við íslensk lög. Komi upp ágreiningur eða telji einhver að hann eigi kröfu á hendur „Fincafresh“ á grundvelli ákvæða og skilmála, verður slíkum ágreiningi eða kröfu vísað til meðferðar hjá íslenskum dómstólum.
Ábyrgð
Sé vara gölluð er viðskiptavinum boðin ný vara í staðinn og greiðum við allan sendingakostnað sem um ræðir sé þess krafist. Af öllum pöntunum dreift af Íslandspósti gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar.