Taktu þátt í ævintýrinu hér --->

Plóma

Árstíð : Sumar Plómur eru með hóvært næringargildi en eru með C-og A-vítamín. Ásamt trefjum, pótasíum og magnesíum. Plómur innihalda 30 kal/100gr Saga: Plómur eru einn fyrsti ávöxtur sem maðurinn byrjaði að rækta. Þær eiga rætur sína að rekja til austur Evrópu og til Kína.

Granatepli

Fincafresh er með margar tegundir af granateplum og eru þau einn af okkar uppáhalds ávöxtum. Við tökum fræin úr og bætum þeim í salatið, eða einfaldlega borðum þau eintóm með skeið. Granatepli eru einn heilsusamlegasti ávöxtur sem til er. Granatepli eru sögð vera frábær fyrir húðina, eru bólgueyðandi, blóðþynnandi, blóðþrýstings lækkandi og frábær fyrir meltingarveginn og bólgusjúkdóma í meltingarvegi. 

Avókado

Fincafresh býður upp á þrjár tegundir af avókado. Avocado-Beikon er rjómakennt með milt og ferskt bragð og stundum hálf sætt.  Avókado-Hass er með smjörkennt og stundum hnetukennt bragð, en það fer eftir þroskastigi. Avókado-Fuerte er með rjómakennda áferð. Einnig er að finna nótur af heslihnetum, sítrónu og ferskt eftirbragð. 

Mango Osteen

Fincafresh sérhæfir sig í góðum mangóum. Það eru til yfir þúsund afbrigði og hefur Fincafresh flutt inn yfir 12. Mangóin okkar hafa nú þegar skapað sér gott orðspor hér á landi enda eru þau glæný og safarík og fá að þroskast á trénu mun lengur en hefðbundin mangó sem fást hér á landi.

Kaki

Bragðið af Kaki minnir helst á apríkósur, epli og hunang. Það eru til mörg afbrigði af Kaki, en það fer eftir afbrigðinu hvort má borða þá harða eins og epli eða hvort þeir þurfa að þroskast og verða mjúkir. Bóndinn okkar vill helst hafa þá eins og gúmmíbangsa en Kakí linast eftir því sem þeir þroskast meira og verða hlaupkenndir í miðjunni.

Mandarína

Fincafresh býður upp á mörg afbrigði af mandarínum. Afbrigðin eru árstíðabundin. Mandarínur eru frábær uppspretta fyrir C vítamín.