Taktu þátt í ævintýrinu hér --->

Plóma

Árstíð : Sumar Plómur eru með hóvært næringargildi en eru með C-og A-vítamín. Ásamt trefjum, pótasíum og magnesíum. Plómur innihalda 30 kal/100gr Saga: Plómur eru einn fyrsti ávöxtur sem maðurinn byrjaði að rækta. Þær eiga rætur sína að rekja til austur Evrópu og til Kína.

Nektarína

Árstíð: Sumar Nektarínur innihalda mun meira af C-vítamíni en ferksjur sem og járn, pótasíum, magnesíum og Kalsíum. 100gr af Nektarínu inniheldur 44 Kal. Saga: Nektarínur eins og margir aðrir ávextir eigar rætur að rekja til Kína fyir 2000 árum síðan. Það er margt óljóst með sögu nektarínunar í hinum vestræna heimi en fyrsta ritaða heimild á ensku var 1616. Vísbendingar eru um að nektarínur hafi verið ræktaðar í Bandaríkjunum fyrir frelsistríðið 1775.

Kleinuhringja Ferskja

Árstíð: Sumar Kleinuhringja ferskjur innihalda Kalsíum, Pótasíum og járn ásamt C- og A- vítamínum. Saga: Þrátt fyrir að vera kölluð „Paraguya“ á Spænsku kom hún ekki til Paraguay fyrr en á 15. öld en er að öllum líkindum frá Kína. Í hini frægu kínversku bók „Jurney to the west“ biður keisarinn aðalpersónuna (Wukong) um að passa upp kleinuhringja ferskju garðinn. Þar borðar Wukong sjalgæfustu ávextina í garðinum sem veitir honum ódauðleika.

Ferskja

Árstíð: Sumar Ferskjur innihalda 39 Kal per 100gr. Meðal ferskja inniheldur E,C og K vítamín. Járn, magnesíum, zink og kopar ásamt öðrum næringarefnum. Ferskjur eru hinsvegar ekki stútfullar af þessum efnum og eru frekar næringar littlar samanborið við marga aðra ávexti. EN! þær innihalda nó af trefjum og eru hrikalega góðar. Saga: Ferskjur eiga rætur sínar að rekja til austur Kína. Þaðan fór hún til Persíu (Íran í dag) og síðan til miðjarðarhafsins.